S12 – Shield 2

Sýning á nýju verki; Shield 2, innsetningu með gleri og hljóðum úr heilabylgjum. Þetta er samstarfsverkefni Tinnu og Æsu Bjarkar, myndlistarmanns. Opnun 24. febrúar og stendur sýningin yfir til 24. mars. S12 Galleri og Verksted

Svíta fyrir dótapíanó eftir John Cage

Kem fram sem gestur á tónleikum tónlistarnema LHÍ tileinkuðum John Cage og leik þar Svítu fyrir dótapíanó eftir John Cage í Mengi miðvikudagskvöldið 6/12/17 kl: 21

Krakkaklassík

Krakkaklassík í Salnum, Kópavogi, laugardaginn 18. nóvember kl: 14. Víóluleikarinn Guðrún mætir á nýjan leik í forsal Salarins og opnar töfrakassann sinn sem geymir víóluna hennar og töfraprikið – bogann sem getur töfrað alls kyns hljóð úr víólunni, gamla tónlist og splunkunýja. Að þessu sinni fær hún vinkonu sína Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara með í lið en Tinna, sem er sérfræðingur í túlkun nýrrar tónlistar ætlar að taka þátt í gjörningnum með Guðrúnu Hrund og kynna möguleika leikfangapíanósins síns fyrir áheyrendum. Guðrún Hrund og Tinna ætla að velta fyrir þeim ólíku hlutverkum sem við getum verið í þegar við njótum tónlistar …

Meistaraklassi

Meistaraklassi í Menntaskóla í Tónlist fyrir píanónemendur laugardagainn 18. nóvember 11:00-12:30. Mít

Einleikstónleikar á Sláturtíð

Einleikstónleikar á Sláturtíð hjá tónsmiðahópnum S.L.Á.T.U.R. með “best of” verkum nokkurra meðlima frá árunum 2010-2016. Laugardaginn 22. október í Árbæjarsafni kl: 20 Dagskrá: Áki Ásgeirsson: 297° (2010) fyrir píanó og vídeó Bergrún Snæbjörnsdóttir: Elastic Limit I (2016) – Íslandsfrumflutningur Gunnar Karel Másson: accelerated and made significant (2014) fyrir píanó og rafhljóð Hallvarður Ásgeirsson: Toccata #1 (2013) fyrir dótapíanó Kristín Þóra Haraldsdóttir: Dropar (2014) fyrir dótapíanó Guðmundur Steinn Gunnarsson: Mamma pikkar á tölvuna, sumarið 1988 (2014) fyrir dótapíanó Nánar

Umfjöllun um Sending eftir Byltu í tímaritinu Glass

Ítarleg umfjöllun birtist nýverið um Byltu og nýtt verk þeirra ‘Sending’ í tímaritinu Glass – UrbanGlass Art Quarterly, Fall 2017/Iss. 148 eftir John Drury. Viðburðurinn sjálfur fór fram á þremur stöðum í maí/júní árið 2017; á Glass Conference á sviði Corning Museum of Glass, Norfolk, Third Thursday í Perry Glass Studio í Chrysler Museum of Art og UrbanGlass. Glass – UrbanGlass Art Quarterly

Orviilot

Tónleikar með Hong Kong New Music Ensemble á Cycle Music and Art Festival þann 23. september kl: 20 í Gerðarsafni, Kópavogi. Flytjendur: Hong Kong New Music Ensemble, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó. EFNISSKRÁ – Orviilot (2017) Frumflutningur Lam Lai, tónskáld (HK) and Sigurður Guðjónsson, myndlistarmaður (IS) – Doublé (2017) Frumflutningur Alex Yiu, tónskáld (HK) – 215° (2017) Frumflutningur Áki Ásgeirsson, tónskáld (IS) – moon.gate (2017) Frumsýning – innsetning Kingsley Ng (HK), myndlistarmaður Angus Lee (HK), tónskáld Cycle Music and Art Festival

Mörk

Mörk frumflutt á Cycle Music and Art Festival 5. september kl: 18 í Gerðarsafni, Kópavogi. Flytjendur: Tinna Þorsteinsdóttir, píanó – Frank Aarnink, slagverk – Kristín Jónsdóttir, upplesari. Mörk er samvinnuverkefni Gunnars Andreasar Kristinssonar tónskálds, Jóhannesar Dagssonar myndlistarmanns og Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara. Cycle Music and Art Festival

UNM 2017

Ung Nordisk Musik tónlistarhátíðin 2017 verður haldin á Íslandi. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða í Kaldalóni í Hörpu 14. ágúst kl: 21. Leik þar tvö píanóverk: Ég er skrifborð eftir Sigurð Árna Jónsson og A Table of Chords eftir Dante Thelestam ungnordiskmusik.is

Portrett – Gunnar Grímsson

Portrett tónleikar Gunnars Grímssonar í Mengi 27. júlí kl: 21. Leik þar ásamt valinkunnum meðlimum Fengjastrúts

S12 – Bergen

Verkefnið Disruptances – Shield ásamt Æsu Björk, glerlistakonu, heldur áfram. Dvöl við S12 – Galleri og Verksted í Bergen, Noregi í lok júní-júlí. Meira um verkefnið síðar S12

Bylta – USA dagsetningar

Bylta, verkefni Tinnu og Alli Hoag, glerlistakonu, fer af stað með splunkunýja sýningu; Sending, í lok maí 2017, sem samtvinnar glerblástur, elektróník, myndlist og hljóð. Dagsetningar í USA: – Third Thursday at Chrysler Museum of Art, VA: 18. maí – UrbanGlass, NY: 20. maí – GAS Conference, Chrysler Museum of Art, VA: 2. júní Bylta

Hong Kong New Music Ensemble – Module 7

Residensía 11.-17. apríl hjá Hong Kong New Music Ensemble í tengslum við Cycle Music and Art Festival á Íslandi. Vinnustofa ásamt listnemendum og listamönnum frá Íslandi og Hong Kong. Tónleikar með Trajectories eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Sigurð Guðjónsson og 283° eftir Áka Ásgeirsson ásamt fleiri verkum sem unnin verða í vinnustofunni. Í samstarfi við Spring Workshop og The Modern Academy. Nánar hér

Tvær tokkötur

Ljóða og tokkötukvöld í Hannesarholti 5. apríl kl: 20. Ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og tónlist eftir Þorstein Hauksson. Tinna leikur Tvær tokkötur fyrir píanó.

Bak við bleikan skjá

Tónleikar með verkum Guðmundar Steins Gunnarssonar, þar sem heyrast m.a. Mamma pikkar á tölvu sumarið 1988 fyrir dótapíanó og Vargarð fyrir fiðlu og píanó ásamt Unu Sveinbjarnardóttur. Mengi 4. mars kl: 21

Söngverk Karólínu og tónskáldaspjall

Laugardaginn 25. febrúar kl. 16:00 verða haldnir í Safnahúsinu við Hverfisgötu síðdegistónleikar með söngverkum eftir Karólínu Eiríksdóttur. Þau sem koma fram eru Ásgerður Júníusdóttir mezzó-sópran, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Matthías Nardeau óbóleikari. Auk þess mun Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, ræða við Karólínu um tilurð verkanna. Á tónleikunum verður Íslandsfrumflutningur tveggja verka, við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og Sjóns; Snæfellsjökull gengur á land og draumkvæði úr suðurhöfum.

Málþing um virka nótnaskrift

Rannsóknarstofa í tónlist (RíT) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við Myrka Músíkdaga efnir til málstofu um virka nótnaskrift. Málstofan verður í Hörpu, Stemmu, föstudaginn 27. janúar kl. 13:30 Þátttakendur: Bergrún Snæbjörnsdóttir, tónskáld Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónskáld Áki Ásgeirsson, tónskáld Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari Þráinn Hjálmarsson, tónskáld Fundarstjóri: Einar Torfi Einarsson (LHÍ) Meira hér

Portrett: Karólína Eiríksdóttir

Í tengslum við endurupptöku óperunnar MagnusMaria eftir Karólínu Eiríksdóttur í Stadsteatern í Stokkhólmi og Þjóðaróperunni í Helsinki, munu Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran, sem syngur eitt aðalhlutverkanna í óperunni og Tinna efna til tónleika á báðum stöðum með verkum Karólínu. Frumfluttur verður nýr sönglagaflokkur; draumkvæði úr suðurhöfum, sem Karólína samdi fyrir þær stöllur við nýjan, samnefndan ljóðabálk eftir Sjón og Snæfellsjökull gengur á land við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur. Fyrstu tónleikarnir verða í Norsku kirkjunni í Stokkhólmi þann 29. nóvember kl: 18 og síðari í Íslenska sendiráðinu í Helsinki á Fullveldisdaginn 1. desember kl: 17. Þessir tónleikar eru haldnir með stuðningi íslensku sendiráðanna …

Cycle Music and Art Festival

Kammertónleikar á Cycle Music and Art Festival 28. október í Salnum, Kópavogi kl: 21. Verk eftir Carolyn Chen, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Elenu Rykovu og Inga Garðar Erlendsson. Flytjendur í Relationships with Gravity eftir Carolyn Chen: Berglind María Tómasdóttir, flauta, Carolyn Chen, guqin, Frank Aarnink, slagverk, Tinna, píanó. Bat Jamming eftir Elenu Rykovu: Tinna og Frank Aarnink á píanó. Cycle Music and Art Festival