Fengi í Mengi

Í nýrri tónleikaröð Fengjastrúts í Mengi, Fengi, kynnir hópurinn fyrir gestum nokkur af helstu verkum tónbókmennta, sem kalla má opin tónverk, í bland við ný verk hérlendra höfunda.

Sunnudaginn 20. mars, kl. 21 – fléttast saman eldri og ný verk vina Fengjastrúts, en allir höfundarnir eiga það sameiginlegt að hafa áður unnið með hópnum að flutningi verka sinna. Flutt verða eldri verkin Stones eftir Christian Wolff, Rock Piece eftir Pauline Oliveros, Opera with Objects eftir Alvin Lucier, in memoriam … ESTEBAN GOMEZ eftir Robert Ashley. Frumflutt verða mars eftir Gunnar Grímsson og 235° eftir Áka Ásgeirsson.

Fengi í Mengi