Jaðarber

jadarber-logoTinna er einn sýningarstjóra og stofnenda listahópsins Jaðarbers, sem haldið hefur fjölda viðburða frá árinu 2011 á Listasafni Reykjavíkur.

Berið leggur áherslu á tilraunamennsku og afmáir mörk milli listgreina, en þó ávallt með tónlist sem leiðarstef. Aðrir sýningarstjórar með Tinnu eru Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónskáld, Gunnar Karel Másson, tónskáld og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld. Heimasíða Jaðarbers: www.jadarber.is