Mörk

Mörk frumflutt á Cycle Music and Art Festival 5. september kl: 18 í Gerðarsafni, Kópavogi. Flytjendur: Tinna Þorsteinsdóttir, píanó – Frank Aarnink, slagverk – Kristín Jónsdóttir, upplesari.

Mörk er samvinnuverkefni Gunnars Andreasar Kristinssonar tónskálds, Jóhannesar Dagssonar myndlistarmanns og Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara.
Cycle Music and Art Festival

Verkið Mörk er byggt á fjármörkum Suður-Þingeyinga og Keldhverfunga. Í verkinu er táknkerfi markanna þýtt inn í táknkerfi tungumáls og tónlistar, og í þeirri þýðingu verður til aukamerking sem opnar á nýjar túlkanir á upprunalega táknkerfinu. Fjármörk eru hluti af sögulegum arfi og taka á sig staðbundna merkingu, tilheyra t.d. ákveðnum býlum kynslóð fram af kynslóð en jafnframt er hægt að líta á þau sem óhlutbundið táknkerfi sem inniheldur ákveðna þekkingu og hefur ákveðna málfræðilega og fagurfræðilega eiginleika. Markið hefur þannig bæði mjög efnislega skírskotun (eyra kindarinnar ræður lögun þess) og dæmigerða eiginleika tákns í táknmáli eða tungumáli. Í verkinu eru þessir eiginleikar markanna notaðir til þess að kalla fram nýja heild.

This post is also available in: English