Orviilot

Tónleikar með Hong Kong New Music Ensemble á Cycle Music and Art Festival þann 23. september kl: 20 í Gerðarsafni, Kópavogi. Flytjendur: Hong Kong New Music Ensemble, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó.

EFNISSKRÁ

– Orviilot (2017) Frumflutningur
Lam Lai, tónskáld (HK) and Sigurður Guðjónsson, myndlistarmaður (IS)
– Doublé (2017) Frumflutningur
Alex Yiu, tónskáld (HK)
– 215° (2017) Frumflutningur
Áki Ásgeirsson, tónskáld (IS)
– moon.gate (2017) Frumsýning – innsetning
Kingsley Ng (HK), myndlistarmaður
Angus Lee (HK), tónskáld

Cycle Music and Art Festival

Hong Kong New Music Ensemble var stofnað 2008 og samanstendur kjarninn í dag af 12 meðlimum og þónokkrum samstarfsaðilum. Sveitin starfar á alþjóðlegum vettvangi og er þekkt fyrir framúrstefnulegt starf sitt, þar á meðal tónleika, fræðslumiðaða viðburði, þverfaglegt samstarf og rannsóknir. HKNME hafa flutt meistaraverk úr efnisskrá nútimatónlistar og hafa einnig frumflutt fjölda verka eftir tónskáld frá Hong Kong og víðar. Stofnandi og listrænn stjórnandi HKNME er William Lane (AU|HK) víóluleikari.

Hong Kong New Music Ensemble og Cycle hófu samstarf árið 2016, en á þessum tónleikum gefst kostur á að líta og hlýða á ný verk sem afrakstur vinnustofu listamanna frá Íslandi og Hong Kong er haldin var í Hong Kong fyrr á árinu.