Útgáfutónleikar L’amour fou

Út er kominn fyrsti geisladiskur salon-/tangóhljómsveitarinnar L’amour fou: -Íslensku lögin-. Í tilefni þess heldur sveitin útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum, 15. desember 2005 kl: 21.00 L´amour fou

Portrett Karólínu Eiríksdóttur

Portretttónleikar með verkum Karólínu Eiríksdóttur í Listasafni Íslands, 8. október 2005. Þar verða m.a. flutt verkin Miniatures, Renku, Capriccio og frumflutt Strenglag fyrir víólu og píanó. Flytjendur eru Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Ingólfur Vilhjálmsson, klarínett ásamt fl. Karólína Eiríksdóttir

Peking

Tvennir einleikstónleikar á vegum íslenska sendiráðsins í Kína. Dagskráin er íslensk, norræn og kínversk. Í Summit Club á Kaiserflygilinn á þjóðhátíðardaginn 17. og 18. júní 2005 http://www.iceland.org/cn/index.html [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=61,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Frankfurt IEMA

Flutningur á Ikarus fyrir píanó og tölvuhljóð eftir Steingrím Rohloff hjá Internationale Ensemble Modern Akademie, Haus der Deutschen Ensemble Akademie, Frankfurt, 31. maí 2005

Frederiks Bastion í Köben

Flutningur á píanóverkinu Fantasiestück eftir Áskel Másson á stofntónleikum kammerkórsins Stöku, 19. maí 2005 í Frederiks Bastion, Kaupmannahöfn Staka

Píanótónleikar í Berlín

Píanótónleikar í húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Flutt verða ný íslensk píanóverk eftir Misti Þorkelsdóttur, Áskel Másson, Þorstein Hauksson, Steingrím Rohloff og Kolbein Einarsson. Felleshus – Auditorium þann 11. maí 2005 Norrænu sendiráðin [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=65,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Nordischer Klang 2005

Píanótónleikar á hátíðinni Nordischer Klang í Greifswald í Þýskalandi 5. maí, en þeir eru opnunartónleikar hátíðarinnar. Flutt verða ný íslensk píanóverk eftir Misti Þorkelsdóttur, Áskel Másson, Þorstein Hauksson, Steingrím Rohloff og Kolbein Einarsson Nordischer Klang

Píanóið í nýju ljósi

Einleikstónleikar á Skíðavikunni á Ísafirði í Hömrum þann 23. mars 2005. Á efnisskránni eru verk frá 20. og 21. öldinni, innlend sem erlend er leyfa píanistanum að fást við óhefðbundin form og tækni [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=60,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

15:15

Einleikstónleikar á 15:15 tónleikaseríunni í Borgarleikhúsinu þann 19. mars 2005. Fyrir hlé verður fluttur fyrri helmingur Sonatas and Interludes eftir John Cage og Guero eftir Helmut Lachenmann. Eftir hlé eru For Prepared Piano eftir Christian Wolff, Piano Piece (to Philip Guston) og Intermission 5 eftir Morton Feldman og Quattro Illustrazioni eftir Giacinto Scelsi. Fjöldafrumflutningar á Íslandi [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=58,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Myrkir Músíkdagar 2005 – Píanótónleikar

Einleikstónleikar á Myrkum Músíkdögum 5. febrúar. Frumflutt verða 5 íslensk píanóverk, sum hver með elektróník, eftir 5 íslensk tónskáld í Salnum, Kópavogi. Tónskáldin sem verk eiga eru: Mist Þorkelsdóttir, Kolbeinn Einarsson, Áskell Másson, Þorsteinn Hauksson og Steingrímur Rohloff [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=66,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Undirbúið píanó

Undirbúið píanó (e. Prepared Piano) er hugarfóstur ameríska tónskáldsins John Cage. Framandi hlutum er komið fyrir á milli strengja píanósins eftir kúnstarinnar reglum til að breyta hljóðum þess.