Píanóið í nýju ljósi

Einleikstónleikar á Skíðavikunni á Ísafirði í Hömrum þann 23. mars 2005. Á efnisskránni eru verk frá 20. og 21. öldinni, innlend sem erlend er leyfa píanistanum að fást við óhefðbundin form og tækni [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=60,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

15:15

Einleikstónleikar á 15:15 tónleikaseríunni í Borgarleikhúsinu þann 19. mars 2005. Fyrir hlé verður fluttur fyrri helmingur Sonatas and Interludes eftir John Cage og Guero eftir Helmut Lachenmann. Eftir hlé eru For Prepared Piano eftir Christian Wolff, Piano Piece (to Philip Guston) og Intermission 5 eftir Morton Feldman og Quattro Illustrazioni eftir Giacinto Scelsi. Fjöldafrumflutningar á Íslandi [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=58,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Myrkir Músíkdagar 2005 – Píanótónleikar

Einleikstónleikar á Myrkum Músíkdögum 5. febrúar. Frumflutt verða 5 íslensk píanóverk, sum hver með elektróník, eftir 5 íslensk tónskáld í Salnum, Kópavogi. Tónskáldin sem verk eiga eru: Mist Þorkelsdóttir, Kolbeinn Einarsson, Áskell Másson, Þorsteinn Hauksson og Steingrímur Rohloff [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=66,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Undirbúið píanó

Undirbúið píanó (e. Prepared Piano) er hugarfóstur ameríska tónskáldsins John Cage. Framandi hlutum er komið fyrir á milli strengja píanósins eftir kúnstarinnar reglum til að breyta hljóðum þess.