Festival of Failure

Festival of Failure á Cycle Music and Art Festival, míkrófyrirlestramaraþon í Salnum, Kópavogi, sunnudaginn 16. ágúst kl: 18.00. Viðfangsefnið er mistök í listum og tekur hver fyrirlestur um 10 mínútur. Þátttakendur: Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur Hildur Guðnadóttir, tónskáld Nadim Samman, sýningarstjóri Tinna Þorsteinsdóttir, tónlistarkona Þóra Tómasdóttir, kvikmyndagerðarkona Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður Maraþonstýrur: Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Þóra Tómasdóttir Festival of Failure

Málþing: Listir, vísindi og sjálfbærni

Málþing á Cycle Music and Art Festival, 14. ágúst, kl. 15:00 í Tónlistarsafni Íslands. ART, SCIENCE AND SUSTAINABILITY Stjórnandi pallborðs: Tinna Þorsteinsdóttir, listrænn stjórnandi Cycle Music and Art Festival þátttakendur: Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands Dr. Nadim Samman, listfræðingur og sýningarstjóri NEW RELEASE, listsýningar Cycle Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða, Háskóla Íslands Håvard Arnhoff, arkítekt hjá FFB, Noregi Anders Rimpi, tónlistarmaður, Svíþjóð Cycle Music and Art Festival

Schumann-Sculpture Installation (remnants + deracination)

Frumflyt hljóðskúlptúrinn Schumann-Sculpture Installation (remnants + deracination) eftir Einar Torfa Einarsson á Cycle Music and Art Festival. Opnun á sýningunnni New Release í Gerðarsafni, Kópavogi fimmtudaginn 13. ágúst kl. 19:00, performansar föstudaginn 14. ágúst kl. 17:00, laugardaginn 15. ágúst kl. 18:30 og sunnudaginn 16. ágúst kl. 17:00 í Gerðarsafni, aðgangur ókeypis Cycle Music and Art Festival Einar Torfi Einarsson

Tónskáldafélagið 70 ára

Tónskáldafélag Íslands heldur upp á 70 ára afmæli sitt laugardaginn 13. júní næstkomandi með hátíðartónleikum. Tek þátt í flutningi Karmmersveitar Reykjavíkur undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar á Angelus Domini eftir Leif Þórarinsson frá árinu 1975. Norðurljósasal Hörpu kl. 15:30

Petteia: Charles Ross

Flutningur á Petteia, fyrir dempað píanó, fiðlu og xýlórimbu, eftir Charles Ross á portretttónleikum tónskáldsins í konsertseríunni Jaðarber ásamt Unu Sveinbjarnardóttur, fiðluleikara og Frank Aarnink, slagverksleikara. Mánudagskvöldið 8. júní kl: 20 í Hafnarhúsinu Meira hér

UAO215: Jesper Pedersen

Leik UAO215, 2. útgáfu, fyrir flygil, slegla og rafhljóð eftir Jesper Pedersen, ásamt Frank Aarnink, slagverksleikara, á portretttónleikum tónskáldsins í konsertröðinni Jaðarber. Auk þess frumflutningur á S.L.Á.T.U.R. TV, annar þáttur, eftir sama tónskáld. Miðvikudagskvöldið 6. maí kl: 20 í Hafnarhúsinu Meira hér

Magma Chamber: Anna Þorvaldsdóttir – Trajectories í Berlín

Magma CHAMBER: Útgáfuviðburður Önnu Þorvaldsdóttur til kynningar hins nýútkomna geisladisks AERIAL hjá Deutsche Grammophon/Universal Classics. Tinna flytur ‘Trajectories’ fyrir breytt píanó og rafhljóð eftir Önnu við vídeóverk Sigurðar Guðjónssonar. Í Norrænu Sendiráðunum – Felleshus, fimmtudaginn 19. mars 2015 kl. 19:30

Tinna og Borgar: Dótapíanó og kontrabassi

Tinna Þorsteinsdóttir og Borgar Magnason hittast eina kvöldstund í mars í Mengi og bjóða áheyrendum upp á hljóðvef tveggja ólíkra hljóðfæra, dótapíanósins og kontrabassans. Spuna sem er mögulega byggður á andstæðum, nú eða ekki, það er ef þeim tekst að finna sameiginlega rödd þessara tveggja hljóðfæra. Einnig verða flutt á dótapíanó verkin Svíta eftir John Cage, Fingersongs I-IV eftir Atla Heimi Sveinsson, Dropar eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Útvarpssaga eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur og frumflutt Scherzo eftir Hallvarð Ásgeirsson. Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari, er sérstakur gestur. Mengi – fimmtudagskvöldið 5. mars kl: 21.00

Dætur hinnar einmana eyju

Tónleikar á tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ, í Tónlistarskóla Garðabæjar, þriðjudagskvöldið 3. mars 2015 kl: 20. Á efnisskránni: Daughters of the Lonesome Isle (1945) fyrir undirbúið píanó: John Cage Svíta fyrir dótapíanó (1948): John Cage Úr Heimkynni við sjó (1997) fyrir sópran og píanó: Karólína Eiríksdóttir, ljóð: Hannes Pétursson ásamt Ingibjörgu Guðjónsdóttur, sópran: I. Tjaldurinn II. Blár þríhyrningur VII. Flatur steinn Dropar (2014) fyrir dótapíanó: Kristín Þóra Haraldsdóttir scape (2011) fyrir undirbúið píanó: Anna Þorvaldsdóttir

24 Dances For The Electric Piano – Cory Arcangel

Þriðjudag 3. febrúar 2015 kl. 20 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari flytur verk Corys Arcangel 24 Dances For The Electric Piano í tenglsum við sýningu listamannsins Margt smálegt í Hafnarhúsi. 24 Dances For The Electric Piano er píanósvíta í 24 þáttum sem skrifuð er fyrir Korg M1 hljómborð, en það er þekkt fyrir einkennandi píanóhljóm sem heyra má í ótalmörgum lögum danstónlistar. Hver þáttur verksins er stutt og endurtekið píanó“riff” sem eru undir áhrifum frá píanóköflum sem voru áberandi í house og trance tónlist níunda og tíunda áratugarins. Flutningur verksins 24 Dances For The Electric Piano er hluti …

Píanó vs. dótapíanó

Á tónleikum Tinnu Þorsteinsdóttur er hljóðheimum hins hefðbundna píanós og hinu smágerða dótapíanói att saman í verkum ólíkra höfunda. Hver höfundur hefur af tilefninu samið sitt hvort verkið fyrir sitt hvort hljóðfæri tónleikanna og uppúr sprettur óvenjulegt samtal hljóðfæranna. Tónskáldin sem koma við sögu eru Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Sérstakur gestaflytjandi er Frank Aarnink, slagverksleikari Norðurljós-Hörpu sunnudaginn 1. febrúar 2015 kl: 16 Píanó vs. dótapíanó á MMD15

Ópera í vinnslu eftir Önnu Þorvaldsdóttur

Ný ópera í vinnslu eftir Önnu Þorvaldsdóttur, er ber vinnutitilinn UR_ Opin vinnusmiðja á Myrkum Músíkdögum laugardaginn 31. janúar kl: 15 í Norðurljósasal Hörpu, þar sem sem áhorfendum gefst tækifæri á að vera flugur á vegg í miðju sköpunarferli. Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, og Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri, munu vinna með meðlimum Caput og öðrum flytjendum að köflum úr óperunni. Fyrirhugaður frumflutningur verksins er í Theater Trier í Þýskalandi í september 2015 og síðar á Ultima tónlistarhátíðinni í Osló, september 2015, í samstarfi við norsku þjóðaróperuna. Loks verður óperan sýnd á Myrkum Músíkdögum 2016 og víðar UR á MMD2015 Anna Þorvaldsdóttir

Memoria – píanókonsert

Memoria er nýr píanókonsert eftir Úlfar Inga Haraldsson, sem verður frumfluttur á Myrkum Músíkdögum 2015 með kammersveitinni CAPUT undir stjórn Guðna Franzsonar. Föstudaginn 30. janúar 2015 kl: 20 í Norðurljósasal Hörpu Tónleikar CAPUT á MMD15

Trajectories í Vín

Flyt píanóverkið Trajectories eftir Önnu Þorvaldsdóttur við samnefnt vídjóverk eftir Sigurð Guðjónsson í TBA21–Augarten í Vín, en viðburðurinn er hluti af sýningunni ice ice baby sem er verkefni sýningarstjórateymisins on-site. Laugardaginn 29. nóvember 2014 kl: 14.00 TBA21-Augarten on-site Anna Þorvaldsdóttir Sigurður Guðjónsson

Umfjöllun um Tinnu í tímaritinu Glass

Ítarleg umfjöllun birtist nýverið um gjörninginn, glerlistaverkið og tónlistarviðburðinn CAPTURE eftir undirritaða í tímaritinu Glass Quarterly – Urban Glass, Fall 2014/Iss. 136 eftir John Drury. En viðburðurinn sjálfur fór fram í Gallerý S12 í Bergen í maí síðastliðnum Glass Quarterly-Urban Glass

Johannes Kreidler í heimsókn

Johannes Kreidler, tónskáld, heimsækir Jaðarber: Málþing, fyrirlestur og portrett tónleikar í samvinnu við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Portrett tónleikar með verkum Johannesar Kreidler verða mánudagskvöldið 22. september 2014 kl: 20 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Á tónleikunum koma fram Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Berglind María Tómasdóttir, flauta, Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka, Frank Aarnink, slagverk, Guido Bäumer, baritón saxófónn, Sigurður Halldórsson, selló, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó Meira hér

Fulbright listagleði á menningarnótt

Fulbright listagleði á menningarnótt 23. ágúst 2014. Dótapíanótónleikar í Bandaríska sendiráðinu kl: 13.20. Á efnisskránni eru þessi verk: Svíta fyrir dótapíanó eftir John Cage, Dropar eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Toccata #1 eftir Hallvarð Ásgeirsson, Svíta eftir Þráin Hjálmarsson og Kalimba fyrir dótapíanó og rafhljóð eftir Karlheinz Essl

John Cage á TUF

Flutningur á Bacchanale fyrir undirbúið píanó eftir John Cage á kennaratónleikum Tónlistarhátíðar unga fólksins. Sunnudaginn 10. ágúst 2014 kl: 11 í Salnum, Kópavogi TUF

Tónlistarhátíð unga fólksins

Samtímatónlistarnámskeið á Tónlistarhátíð unga fólksins. Hér verða tónverk samtímans með óhefðbundinni nótnaskrift skoðuð. Nokkur eldri meistarastykki 20. aldarinnar könnuð fram til dagsins í dag, þar sem grafísk tölvunótnaskrift kemur við sögu. Kennarar eru Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari og Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld og sérstakur gestur tónskáldið Ingi Garðar Erlendsson. Námskeiðið stendur frá 8.-12. ágúst 2014 og endar með tónleikum nemenda þriðjudagskvöldið 12. ágúst í Salnum kl: 20 Tónlistarhátíð unga fólksins