Söngverk Karólínu og tónskáldaspjall

Laugardaginn 25. febrúar kl. 16:00 verða haldnir í Safnahúsinu við Hverfisgötu síðdegistónleikar með söngverkum eftir Karólínu Eiríksdóttur. Þau sem koma fram eru Ásgerður Júníusdóttir mezzó-sópran, Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Matthías Nardeau óbóleikari. Auk þess mun Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, ræða við Karólínu um tilurð verkanna.

Á tónleikunum verður Íslandsfrumflutningur tveggja verka, við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og Sjóns; Snæfellsjökull gengur á land og draumkvæði úr suðurhöfum.

This post is also available in: English