Tinna og Borgar: Dótapíanó og kontrabassi

Tinna Þorsteinsdóttir og Borgar Magnason hittast eina kvöldstund í mars í Mengi og bjóða áheyrendum upp á hljóðvef tveggja ólíkra hljóðfæra, dótapíanósins og kontrabassans. Spuna sem er mögulega byggður á andstæðum, nú eða ekki, það er ef þeim tekst að finna sameiginlega rödd þessara tveggja hljóðfæra.
Einnig verða flutt á dótapíanó verkin Svíta eftir John Cage, Fingersongs I-IV eftir Atla Heimi Sveinsson, Dropar eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Útvarpssaga eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur og frumflutt Scherzo eftir Hallvarð Ásgeirsson.
Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari, er sérstakur gestur.
Mengi – fimmtudagskvöldið 5. mars kl: 21.00