Tónlistarhátíð unga fólksins

Samtímatónlistarnámskeið á Tónlistarhátíð unga fólksins. Hér verða tónverk samtímans með óhefðbundinni nótnaskrift skoðuð. Nokkur eldri meistarastykki 20. aldarinnar könnuð fram til dagsins í dag, þar sem grafísk tölvunótnaskrift kemur við sögu. Kennarar eru Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari og Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld og sérstakur gestur tónskáldið Ingi Garðar Erlendsson. Námskeiðið stendur frá 8.-12. ágúst 2014 og endar með tónleikum nemenda þriðjudagskvöldið 12. ágúst í Salnum kl: 20
Tónlistarhátíð unga fólksins