Undirbúið píanó

Undirbúið-píanó-kit TinnuUndirbúið píanó (e. Prepared Piano) er hugarfóstur ameríska tónskáldsins John Cage. Framandi hlutum er komið fyrir á milli strengja píanósins eftir kúnstarinnar reglum til að breyta hljóðum þess.

Algengt er að nota skrúfur, skífur, klink, strokleður, plast, gúmmí og fleira eða allt sem ímyndunaraflið leyfir. Þetta er hin skemmtilegasta aðgerð, en fara þarf að öllu með gát og skapar frábæran hljóðheim ef rétt er að staðið, sem á margt og meira skylt við slagverk. Cage samdi fjölda verka fyrir undirbúið píanó, m.a. Sonatas and Interludes sem er hans stærsta verk í þeim hóp. Tinna flutti það m.a. á tónleikum á 15:15 seríunni í Borgarleikhúsinu árið 2005 og hér má sjá myndir frá þeim. “Kittið” á myndinni er safn Tinnu og sífellt bætast skemmtilegir hlutir í það.