IMG_5317

CV

Tinna Þorsteinsdóttir er með víðtæka reynslu á sviði nýrrar tónlistar og hefur frumflutt 70 píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana síðastliðin ár. Hún vinnur náið með mörgum íslenskum tónskáldum, er liðtæk í tilraunatónlistarsenunni og hefur unnið með tónskáldum eins og Helmut Lachenmann, Morton Subotnick, Evan Ziporyn, Christian Wolff, Lars Graugaard, Alvin Lucier og Greg Davis. Menntuð sem klassískur píanóleikari þá spilar Tinna allar aldir píanóbókmenntanna, þótt 21sta öldin sé hennar aðal ástríða. Undirbúið píanó, rafhljóð, dótapíanó og gjörningar rata gjarnan inn á efnisskrár hennar. Undanfarin ár hefur Tinna skapað ýmiskonar hljóð- og performansverk og er einnig liðtækur spunalistamaður. Helstu …