Photo Credit: Rafael Pinho

CV

Tinna Þorsteinsdóttir er með víðtæka reynslu á sviði nýrrar tónlistar og hefur frumflutt um 80 píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana síðastliðin ár. Hún vinnur náið með mörgum íslenskum tónskáldum, er liðtæk í tilraunatónlistarsenunni og hefur unnið að einleiksverkum með listamönnum eins og Helmut Lachenmann, Alvin Lucier, Christian Wolff, Peter Ablinger, Morton Subotnick, Lars Graugaard, Cory Arcangel og Mme Yvonne Loriod-Messiaen. Menntuð sem klassískur píanóleikari þá spilar Tinna allar aldir píanóbókmenntanna, þótt 21sta öldin sé hennar aðal ástríða. Undirbúið píanó, rafhljóð, dótapíanó, leikhúsverk og gjörningar rata gjarnan inn á efnisskrár hennar. Undanfarin ár hefur Tinna skapað ýmiskonar hljóð- og …