Píanó: myndlistar- og performanssýning

Tinna var sýningarstjóri myndlistar- og performanssýningarinnar Píanó á Listahátíð í Reykjavík árið 2014 í Listasafni Íslands. Um viðamikla sýningu var að ræða þar sem fjöldi listamanna áttu verk, tónskáld, myndlistarmenn, dansarar o.fl. Sýningardjásnið var verk Dieters Roth og barna hans ‘Keller Duo’ (1980-89) sem fengið var að láni hjá Dieter Roth Foundation, Hamborg og Dieter Roth Estate, Basel. Verk áttu: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Björn Roth/Dieter Roth/Vera Roth, Einar Torfi Einarsson, Einar Roth/Oddur Roth/Björn Roth, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jón Egill Bergþórsson/Sveinbjörn Gröndal, Margrét Bjarnadóttir, Nikulás Stefán Nikulásson, Páll Ivan frá Eiðum, Rafael Pinho. Gjörningar: Einar Torfi Einarsson/Tinna Þorsteinsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Páll …

Bylta

Bylta er samstarfsverkefni Tinnu og Alli Hoag, glerlistamanns. Þær hafa komið fram með performanssýningar saman síðan 2014, er sameina hljóð, skúlptúragerð og glerblástur. Sýningar þeirra hafa m.a. verið í Corning Museum of Glass, NY, UrbanGlass, NYC og Chrysler Museum of Art, VA í Bandaríkjunum. Heimasíða Byltu: https://www.bylta.net/

Granit Games

Geisladiskurinn Granit Games kom út árið 2007 hjá Smekkleysu og inniheldur íslenska píanótónlist. Tónlistin á disknum spannar breiðan skala, allt frá íslenskum þjóðlögum til raftónlistar, en flest verkanna eiga það sameiginlegt að hafa verið samin fyrir Tinnu og flutt af henni um víðan völl.

Frumflutningar

Tinna hefur frumflutt fjölda tónverka. Hér er að finna heildarlista einleiks- og stærri performansverka: