Granit Games

granitgamescoverGeisladiskurinn Granit Games kom út árið 2007 hjá Smekkleysu og inniheldur íslenska píanótónlist. Tónlistin á disknum spannar breiðan skala, allt frá íslenskum þjóðlögum til raftónlistar, en flest verkanna eiga það sameiginlegt að hafa verið samin fyrir Tinnu og flutt af henni um víðan völl.

Tónskáld sem eiga verk á disknum eru Jón Leifs, Mist Þorkelsdóttir, Þorsteinn Hauksson, Áskell Másson, Karólína Eiríksdóttir, Hilmar Þórðarson, Steingrímur Rohloff og Kolbeinn Einarsson. Umslagið hannaði Rósa Hrund Kristjánsdóttir.

This post is also available in: English