Krakkaklassík

Krakkaklassík í Salnum, Kópavogi, laugardaginn 18. nóvember kl: 14.

Víóluleikarinn Guðrún mætir á nýjan leik í forsal Salarins og opnar töfrakassann sinn sem geymir víóluna hennar og töfraprikið – bogann sem getur töfrað alls kyns hljóð úr víólunni, gamla tónlist og splunkunýja. Að þessu sinni fær hún vinkonu sína Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara með í lið en Tinna, sem er sérfræðingur í túlkun nýrrar tónlistar ætlar að taka þátt í gjörningnum með Guðrúnu Hrund og kynna möguleika leikfangapíanósins síns fyrir áheyrendum. Guðrún Hrund og Tinna ætla að velta fyrir þeim ólíku hlutverkum sem við getum verið í þegar við njótum tónlistar og leyfa tónleikagestum á öllum aldri að setja sig í mismunandi stellingar – sem áheyrendur, flytjendur og tónskáld!