Diskó

Hljómdiskar sem Tinna hefur leikið inn á –Spil: verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, flytjendur: Duo Nardeau, Gunnar Kvaran, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Einar Kristján Einarsson, Tinna Þorsteinsdóttir – SMK 13 AC99023 (1998) –Time and Water/Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Sveinsson, flytjendur: Kammersveit Reykjavíkur, kór, einsöngvarar, stjórn. Paul Zukofsky – cpo 999 865-2 (2002) –Íslensku lögin: flytjendur: Salonsveitin L’amour fou – MLM001 (2005) –Granit Games: einleiksdiskur Tinnu Þorsteinsdóttur með íslenskum píanóverkum – SMK 59 (2007) –Roto con moto: íslensk kammerverk, flytjendur: Njúton – SMK 60 (2007) –Livekonzert Elisabethenkirche Basel 2012: verk eftir Gunnar Kristinsson, flytjendur: Gunnar Kristinsson, Ríkharður H. Friðriksson, Tinna Þorsteinsdóttir – …

Shield I-III

Shield I-III er verkaröð í samvinnu þeirra Æsu Bjarkar, glerlistakonu og Tinnu, en yfirheiti verkefnisins er Disruptances, sem er samruni orðanna disrupting + disturbance. Í gegnum kortlagningu heilastarfsemi með EEG heilabylgjuupptökum, túlka listakonurnar mörkin milli óefnislegs tilfinningaástands og líkamlegrar birtingarmyndar heilastarfsemi. EEG upptökur voru umbreyttar í hljóðbylgjur. Brothættur glerskjöldur er notaður sem strigi er sýnir líkamshreyfingar sem áttu sér stað, en líka sem yfirborð óms heilastarfseminnar sem var afleiðing viðbragða við ákveðnar tilfinningar og hreyfingar. Hljóðið sjálft myndast á yfirborði skjaldarins með titringu sem fæst í gegnum leiðandi hátalara sem eru festir við glerið. Þar sem skjöldurinn myndar klefa sem …

Píanó: myndlistar- og performanssýning

Tinna var sýningarstjóri myndlistar- og performanssýningarinnar Píanó á Listahátíð í Reykjavík árið 2014 í Listasafni Íslands. Um viðamikla sýningu var að ræða þar sem fjöldi listamanna áttu verk, tónskáld, myndlistarmenn, dansarar o.fl. Sýningardjásnið var verk Dieters Roth og barna hans ‘Keller Duo’ (1980-89) sem fengið var að láni hjá Dieter Roth Foundation, Hamborg og Dieter Roth Estate, Basel. Verk áttu: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Björn Roth/Dieter Roth/Vera Roth, Einar Torfi Einarsson, Einar Roth/Oddur Roth/Björn Roth, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jón Egill Bergþórsson/Sveinbjörn Gröndal, Margrét Bjarnadóttir, Nikulás Stefán Nikulásson, Páll Ivan frá Eiðum, Rafael Pinho. Gjörningar: Einar Torfi Einarsson/Tinna Þorsteinsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Páll …

Bylta

Bylta er samstarfsverkefni Tinnu og Alli Hoag, glerlistamanns. Þær hafa komið fram með performanssýningar saman síðan 2014, er sameina hljóð, skúlptúragerð og glerblástur. Sýningar þeirra hafa m.a. verið í Corning Museum of Glass, NY, UrbanGlass, NYC og Chrysler Museum of Art, VA í Bandaríkjunum. Heimasíða Byltu: https://www.bylta.net/

Granit Games

Geisladiskurinn Granit Games kom út árið 2007 hjá Smekkleysu og inniheldur íslenska píanótónlist. Tónlistin á disknum spannar breiðan skala, allt frá íslenskum þjóðlögum til raftónlistar, en flest verkanna eiga það sameiginlegt að hafa verið samin fyrir Tinnu og flutt af henni um víðan heimsvöll.

Frumflutningar

Tinna hefur frumflutt fjölda tónverka. Hér er að finna heildarlista einleiks- og stærri performansverka sem og hennar eigin: Verk Tinnu Steiktir fuglar (elektrónískt verk) (2020): Tinna Þorsteinsdóttir og Karólína Eiríksdóttir Muna að anda (strengjakvartett frumfluttur af Sigga strokkvartett) (2020): Tinna Þorsteinsdóttir Raddir (elektrónískt verk) (2019): Tinna Þorsteinsdóttir og Karólína Eiríksdóttir Heilaspuni I (elektrónískt verk) (2019): Tinna Þorsteinsdóttir Metallic Shake (elektrónískt verk) (2019): Tinna Þorsteinsdóttir og Karólína Eiríksdóttir Shield III (glerinnsetning, elektróník, hljóð og vídjó (2019): Tinna Þorsteinsdóttir og Æsa Björk Shield II (glerinnsetning, elektróník, hljóð og vídjó) (2017/18): Tinna Þorsteinsdóttir og Æsa Björk Tribute (elektrónískt verk) (2018): Tinna Þorsteinsdóttir og …

Prepared Piano

Prepared Piano is an invention by composer John Cage. He started putting all kinds of different objects into the piano in-between the strings and thereby changing its sound.