Shield I-III

Shield I-III er verkaröð í samvinnu þeirra Æsu Bjarkar, glerlistakonu og Tinnu, en yfirheiti verkefnisins er Disruptances, sem er samruni orðanna disrupting + disturbance.

Í gegnum kortlagningu heilastarfsemi með EEG heilabylgjuupptökum, túlka listakonurnar mörkin milli óefnislegs tilfinningaástands og líkamlegrar birtingarmyndar heilastarfsemi. EEG upptökur voru umbreyttar í hljóðbylgjur. Brothættur glerskjöldur er notaður sem strigi er sýnir líkamshreyfingar sem áttu sér stað, en líka sem yfirborð óms heilastarfseminnar sem var afleiðing viðbragða við ákveðnar tilfinningar og hreyfingar.
Hljóðið sjálft myndast á yfirborði skjaldarins með titringu sem fæst í gegnum leiðandi hátalara sem eru festir við glerið. Þar sem skjöldurinn myndar klefa sem rúmar manneskju, þá er hægt að líta á hann sem himnu sem aðskilur sjálfið frá því sem liggur utan við, en á sama tíma endurspeglar hún innri raunveruleika sem oft er ósýnilegur.
[Æsa Björk, þýð: Tinna]

Shield I var sýnt á tvíæringnum European Glass Context í Bornholm 2016. Shield II var einkasýning í S12 Galleri og Verksted í Bergen 2018 og vann æðstu verðlaun eða ‘Grand Prize’ á þríæringnum Toyama International Glass Exhibition í Japan og er nú sýnt í Toyama Glass Art Museum sem hluti af safneigninni. Nýjasta verk þeirra, Shield III, var sýnt í Feneyjum meðan á 58. Tvíæringnum stóð 2019, sem hluti af samsýningu Karuizawa New Art Museum – Feneyjardeild, á Markúsartorgi. Verkið dvelur nú í Hong Kong. Verkin voru gerð í S12 Galleri og Verksted.

Gler, elektróník, vídeó, heilabylgjur, transducerhátalarar (2016-2019)
Samstarfsaðilar: S12 Galleri og Verksted, Josh Kopel, Nanna Einarsdóttir

Nánar um Shield I-III
Myndband á GAS, Glass Art Society ráðstefnunni 2020, þar sem Æsa og Tinna fjalla um tilurð og gerð verkanna