Uuden Musiikin Lokakuu 2020 – aflýst

Frumflutningur á nýju verki eftir finnska tónskáldið Ville Raasakka sem er staðartónskáld hátíðarinnar við vídjóverk eftir Sigurð Guðjónsson. Einnig flutningur á Vanishing Point fyrir píanó eftir Ville og Scape eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Hátíðin er frá 6-11 október í Oulu í Finnlandi. Heimasíða hátíðarinnar hér

Í leit að töfrum

Myndlistardúóið Libia & Ólafur og Töfrateymið virkja umboð og töfra listarinnar til að takast á við það stóra og mikilvæga mál sem krafan um nýju stjórnarskrána er – ekki síður í dag en þá. Með því að leiða saman fjölbreyttan hóp listamanna og borgara vinnur hópurinn í anda fjöldahreyfinga almennings sem hrintu af stað búsáhaldabyltingunni og kölluðu eftir opnara, virkara lýðræði þar sem sem rödd allra heyrist og nær máli. Á Listahátíð í Reykjavík 3. október 2020, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Nánar um viðburð

Art’s New Natures á Streaming Museum

Sýningin ‘Art’s New Natures’ Digital Dynamics in Contemporary Nordic Art á Streaming Museum er nýopnuð, en hún er haldin í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Kynningu á verkaröðinni Sield I-III eftir okkur Æsu Björk er þar að finna í hópi 5 verka eftir 7 norræna listamenn. Streaming Museum meðritstýrir útgáfunni Centerpoint Now sem er á vegum World Council of Peoples for the United Nations og kemur út fyrir allsherjarþingið í tilefni 75 ára afmæli þess. Þingið verður haldið í september og ber titilinn The Future We Want, the UN We Need: Reaffirming our Collective Commitment to Multilateralism. Streaming Museum

Songs of Violence

Frumflutningur á ljóðaflokknum Songs of Violence eftir Gunnar Karel Másson á opnunartónleikum Sumartónleika í Skálholti. Fimmtudaginn 2. júlí kl: 20 ásamt Heiðu Árnadóttur, sópransöngkonu í Skálholtskirkju. Einnig flutningur á verkinu Plink plink eftir Gunnar sem er staðartónskáld 2020. Sumartónleikar í Skálholti

Rafdúett mæðgnanna frumflytur

Komið er að því, nýtt verk úr smiðju mæðgnanna, Steiktir fuglar, verður frumflutt. Mánudaginn 25. maí kl. 19:30 í Salnum á tónleikum Tónvers Tónlistarskóla Kópavos.

GAS – Glass Art Society – fjarráðstefna 2020

‘Spiralling Onwards’ er heiti á erindi Æsu Bjarkar, glerlistakonu, um verk sín á GAS ráðstefnunni sem er haldin á netinu að þessu sinni. Sérstök áhersla á Shield I-III verkaröðina, samvinnuverkefni Æsu og Tinnu þar sem þær ræða tilurð verkanna, verkferla og tæknilausnir. Á fimmtudaginn 21. maí kl: 10 verður hægt að nálgast vídjóupptöku fyrirlesturins hér á YouTube Um verkin Shield hér

Heima í Hörpu

Una Sveinbjarnardóttir, 2. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tinna taka þátt í streymisröðinni Heima í Hörpu og flytja tónlist eftir Jórunni Viðar, Kreisler, Gluck, Massenet, Ole Bull, Karólínu Eiríksdóttur og Hildegard von Bingen í dymbilviku. Hér má hlýða á á YouTube Hér á Facebook síðu Sinfóníunnar

Heimsending frá Sinfó

Tinna og Una Sveinbjarnardóttir, 2. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands taka upp Heimsendingu frá Sinfó og flytja Melódíu úr óperunni Orfeus og Evridís eftir Gluck. Birt á Facebook síðu Sinfóníunnar. Hér má hlýða á og sjá

Muna að anda

Fjögur ný verk frumflutt af ofurstrengjakvartettinum Sigga í Mengi 18. mars, 2020 kl: 20 í beinu streymi! Verkið Muna að anda eftir Tinnu mun því hljóma í fyrsta skipti á öldum ljósleiðarans. Önnur verk eru eftir Unu Sveinbjarnardóttur, Hilmar Örn Hilmarsson og Pétur Jónasson, en öll eiga tónsmiðirnir það sameiginlegt að hafa stuðst við tónsmíðaforritið Calmus við gerð verkanna. Tengjast hér á YouTube

Dótapíanósagan á Myrkum músíkdögum

DÓTAPÍANÓSAGAN / Myrkir músíkdagar 2020 / 1. feb. / 15:00 / Kaldalón, Hörpu Á þessum tónleikum stiklar Tinna á stóru og smáu í dótapíanótónlistarsögunni á tónleikum fyrir krakka og fjölskyldur þeirrra. Verk eftir íslensk og erlend tónskáld verða skoðuð í sögulegu samhengi og brugðið á leik! Rafmagn og hreyfimyndanótnaskrift koma við sögu og sérstakur gestur er Frank Aarnink slagverksleikari. Verk eftir John Cage, Hallvarð Ásgeirsson, Þórunni Grétu Sigurðardóttur, Gunnar Karel Másson, Juliu Wolfe, Bach bróðir, Atla Heimi Sveinsson, Jónas Tómasson, Guðmund Stein Gunnarsson og Ingibjörgu Friðriksdóttur. Tónleikarnir eru hluti af Myrkrabörnum, samtímatónlistarhátíð fyrir börn. Hátíðin er haldin samhliða Myrkum músíkdögum …

Unga fólkið rafmagnað á Myrkum

Ungafólkið rafmagnað á Myrkum músíkdögum – 1. febrúar kl. 12:00 – Salnum tónleikahús Raftónleikar, þar sem heyra má afrakstur samstarfsverkefnis tónsmíðanema Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs og tónsmíðadeildar Luleå Tekniska Universitet í Piteå, Svíþjóð undir stjórn Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar, Jespers Pedersen, Ríkharðar H. Friðrikssonar og Fredrik Högberg. Þátttakendur sem hér rugla reitum hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn í mismunandi tónlist og eru sumir hverjir með áralanga reynslu sem flytjendur. Eftir frábærar samvinnuvikur bæði hérlendis og í Svíþjóð, hefur raftónlist hópsins þróast á nýjan og spennandi hátt. Efnisskrá: Rafmögnuð sænsk-íslensk fantasía! (2019/2020) Tónskáld: Rafhljómsveit Ungra Myrkra Frumflutningur á splunkunýrri útgáfu Flytjendur: Daniele Moog Girolamo, …

Unga fólkið á Myrkum

31. janúar | 18:00, Kaldalón, Harpa, Myrkir músíkdagar 2020 Unga fólkið á Myrkum eru tónleikar sem sýna framtíð tónsköpunar á Norðurlöndum. Frumflutt verða ný verk eftir Fredrik Ekenvi, Oskar Lidström og Robin Lilja, en þeir eru allir meistaranemar í tónsmíðum við Luleå Tekniska Universitet í Svíþjóð, auk nýrrar útgáfu á verkinu Árnar renna eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Flutningurinn verður í höndum kammersveitar skipaðri ungum tónlistarmönnum frá tónlistarháskólanum Conservatorio di „Santa Cecilia“ í Róm og Tónlistarskóla Kópavogs, undir stjórn meistaranema í hljómsveitarstjórn, einnig frá Luleå. Efnisskrá Árnar renna (2011/2019): Elín Gunnlaugsdóttir f. alt flautu, bassa flautu, bassaklarínett, fiðlu, víólu, selló, kontrabassa, sembal …

Listrænn stjórnandi Norrænna músíkdaga 2021

Tinna hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Norrænna músíkdaga 2021 sem verða haldnir á Íslandi. Hátíðin er sú elsta samfleytt starfandi á Norðurlöndum, en hún var fyrst haldin árið 1888. Hún er rekin af tónskáldafélögum Norðurlandanna. Stórkostleg vinna framundan og spennandi með frábæru samstarfsfólki eins og Valdísi Þorkelsdóttur sem verður framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fylgist með! NMD

UNM vinnustofa

Haldin verður vinnustofa á vegum UNM – Ung Nordisk Musik, Íslandsdeildar með útvöldum tónskáldum dagana 3.-4. janúar 2020 með þeim Tinnu og Þráni Hjálmarssyni, tónskáldi. En afrakstur vinnu tónskáldanna fer fram á tónleikum þann 9. júlí.

Raddir

Frumflutningur á nýju verki rafmæðgnanna Tinnu og Karólínu Eiríksdóttur er ber titilinn Raddir. Salurinn tónleikahús, 16. desember kl. 19:30

Upptökur – Una og Tinna

Upptökur fara fram dagana 13.-15. desember 2019, þar sem Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari og Tinna undirbúa útgáfu nýrrar plötu hjá Sono Luminus, sem kemur út í byrjun árs 2021. Meira síðar Sono Luminus

Shield II í Toyama – Opnun

Shield II, sem samanstendur úr gleri, vídeóum og hljóðum úr heilabylgjum, samstarfsverkefni Tinnu og Æsu Bjarkar, glerlistakonu, verður nú sýnt í Toyama Glass Art Museum í Japan í annað sinn, sem hluti af safneign. Verkið vann til ‘Grand Prize’ verðlauna árið 2018 á Toyama International Glass Art Exhibition. Sýningartími frá 7. desember 2019 til 7. júní 2020.

Shield III í Neues Glas – New Glass art&architecture

Umfjöllun um Shield III eftir Æsu Björk, glerlistakonu og Tinnu í tímaritinu Neues Glas – New Glass art&architecture, sem sýnt var á samsýningu Karuizawa New Art Museum í Procuratie Vecchie á Markúsartorgi í Feneyjum með titlinum ‘Diversity for Peace!’. Á sýningunni, sem haldin var á 58. Feneyjartvíæringnum frá 8. maí – 24. nóvember 2019, mátti finna verk eftir unga alþjóðlega listamenn. Issue 3-2019

Frumflutningar

Frumflutningar á rafverkunum Heilaspuni I eftir Tinnu og Metallic Shake eftir Tinnu og Karólínu Eiríksdóttur; hið nýja ofurdúó í rafi. Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarhúsinu Salnum, mánudaginn 20. maí kl: 19.30.

Shield III-Karuizawa New Art Museum-Feneyjar

Karuizawa New Art Museum opnar samsýningu í Procuratie Vecchie á Markúsartorgi í Feneyjum með titlinum ‘Diversity for Peace!’. Á sýningunni, sem haldin er á meðan á Feneyjartvíæringnum stendur frá 8. maí – 24. nóvember 2019, má finna verk eftir unga alþjóðlega listamenn. Verkið Shield III (2019) eftir Æsu Björk, glerlistakonu og Tinnu verður opnað á sýningunni miðvikudaginn 7. maí. Diversity for Peace