Unga fólkið rafmagnað á Myrkum

Ungafólkið rafmagnað á Myrkum músíkdögum – 1. febrúar kl. 12:00 – Salnum tónleikahús

Raftónleikar, þar sem heyra má afrakstur samstarfsverkefnis tónsmíðanema Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs og tónsmíðadeildar Luleå Tekniska Universitet í Piteå, Svíþjóð undir stjórn Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar, Jespers Pedersen, Ríkharðar H. Friðrikssonar og Fredrik Högberg. Þátttakendur sem hér rugla reitum hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn í mismunandi tónlist og eru sumir hverjir með áralanga reynslu sem flytjendur. Eftir frábærar samvinnuvikur bæði hérlendis og í Svíþjóð, hefur raftónlist hópsins þróast á nýjan og spennandi hátt.

Efnisskrá:

Rafmögnuð sænsk-íslensk fantasía!
(2019/2020)
Tónskáld: Rafhljómsveit Ungra Myrkra
Frumflutningur á splunkunýrri útgáfu

Flytjendur:
Daniele Moog Girolamo, Eyrún Engilbertsdóttir, Fredrik Ekenvi, Oskar Lidström, Robin Lilja, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, tónskáld og flytjendur

MMD