Portrett: Karólína Eiríksdóttir

Í tengslum við endurupptöku óperunnar MagnusMaria eftir Karólínu Eiríksdóttur í Stadsteatern í Stokkhólmi og Þjóðaróperunni í Helsinki, munu Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran, sem syngur eitt aðalhlutverkanna í óperunni og Tinna efna til tónleika á báðum stöðum með verkum Karólínu. Frumfluttur verður nýr sönglagaflokkur; draumkvæði úr suðurhöfum, sem Karólína samdi fyrir þær stöllur við nýjan, samnefndan ljóðabálk eftir Sjón og Snæfellsjökull gengur á land við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur. Fyrstu tónleikarnir verða í Norsku kirkjunni í Stokkhólmi þann 29. nóvember kl: 18 og síðari í Íslenska sendiráðinu í Helsinki á Fullveldisdaginn 1. desember kl: 17. Þessir tónleikar eru haldnir með stuðningi íslensku sendiráðanna í Stokkhólmi og Helsinki, Föreningen Nordens Stockholmsavdelning, Samfundet Sverige-Island og Tónlistarsjóðs

Karólína Eiríksdóttir