Náttúruljóð – Myrkir Músíkdagar 2006

Einleikstónleikar á Myrkum Músíkdögum 2006. Tileinkaðir náttúrunni, píanóinu og listamanninum Dieter Roth. Samvinnuverkefni með ameríska tónskáldinu Greg Davis sem kemur einnig fram. Hugtakið “undirbúið píanó” er endurvakið og í sumum verkanna er fengist við að búa til nýtt hljóðfæri. Á tónleikunum sameinast hið hljóðræna og myndræna (m.a. vídeólistaverk) og ný tækni kemur fram. Heiðursgestur tónleikanna er flygill Dieters Roths sem var fenginn með góðfúslegu leyfi að láni hjá Birni Roth fyrir tónlistargjörning í anda listamannsins. Fær hann hér að hljóma list hans til heilla. Efnisskrá: George Crumb: Úr Makrokosmos II, Greg Davis: Emptying fyrir undirbúið píanó – ísl. útgáfa tileinkuð Dieter Roth, Sea Chime fyrir undirbúið píanó frumfluttt, River Thought fyrir harmónikku og tölvu frumflutt, Giacinto Scelsi: Quattro Illustrazioni og Hilmar Þórðarson: Sononymus – meitlað í stein – fyrir píanó og tölvu frumflutt. Í Ými, þann 8. febrúar kl: 20.00
Dieter Roth
Greg Davis