Dótapíanó í Mengi

Dótapíanótónleikar í hinu splunkunýja Mengi á Óðinsgötu 2, laugardagskvöldið 25. janúar 2014 kl: 21.00. Á þessum tónleikum munu heyrast fjölbreytt verk fyrir dótapíanó, m.a. verður fyrsta alvöru tónsmíð fyrir dótapíanó flutt; Svíta eftir John Cage frá árinu 1948 og síðan munu heyrast alíslensk dótapíanóverk eftir Þráin Hjálmarsson, Pál Ivan Pálsson og Hallvarð Ásgeirsson. Splunkuný verk frumflutt eftir Ryan Ross Smith, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Guðmund Stein Gunnarsson og í lokin leikin Kalimba eftir Karlheinz Essl. Inn á milli verður brugðið á leik og leikið úr The Short-Tempered Clavier (Preludes and Fugues in All the Major and Minor Keys Except for the Really Hard Ones) eftir P.D.Q. Bach.
Mengi