Frosin ber

Frosin ber – Norrænir tónleikar í tónleikaröðinni Jaðarber á Listasafni Reykjavíkur miðvikudaginn 30. nóvember 2011 kl: 20 á Kjarvalsstöðum. Aðgangur ókeypis.

Á frosnum berjum verður sjónum beint að tónlist ungra norrænna tónskálda sem vinna með tilraunakennda framsetningu. Tónskáld sem verk eiga á tónleikunum eru Simon Steen-Andersen (DK), Stine Sørlie (NO), Kaj Aune (DK) og frumflutt verður splunkunýtt kammerverk eftir Øyvind Torvund (NO) sem samið var sérstaklega fyrir þetta tækifæri. M.a. verka mun heyrast Failure (2002) fyrir undirbúið píanó og vídeó eftir Kaj Aune
Nánar um tónleikana hér