Frumflutningstónleikar Tinnu #3 á Myrkum

Þá er komið að því, Tinna heldur sína þriðju einleikstónleika þar sem efnisskráin samanstendur eingöngu af frumfluttum píanóverkum og að þessu sinni á Myrkum músíkdögum 2012… ásamt gesti sem er eðalmaðurinn Frank Aarnink, slagverksleikari. Fyrstu frumflutningstónleikana hélt hún einmitt þar árið 2005, en það voru fyrstu tónleikar sinnar tegundar á Íslandi og svo endurtók hún leikinn árið 2007 á Listahátíð í Reykjavík. Efnisskráin er:

Mozaik VI (2010) f. píanó og elektróník: Kjartan Ólafsson
scape (2011): Anna S. Þorvaldsdóttir
the Negotiation of Context – C (2011): Davíð Brynjar Franzson
Jökla og Embla (2011): Jónas Tómasson
Hyrnan II (2012): Hafdís Bjarnadóttir
283°(2012) f. píanó og vídeó: Áki Ásgeirsson

Laugardaginn 28. janúar kl: 16 í Hörpu – Norðurljósasal
Myrkir 2012