Myrkrabörn – barnatónleikar

Myrkrabörn eru tónleikar á Myrkum Músíkdögum 2019, laugardaginn 2. febrúar í Kaldalónssal Hörpu, kl: 14. Ókeypis aðgangur.

Stiklur – fjölskyldutónleikar fyrir forvitna áheyrendur á öllum aldri.

Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari bjóða börnum og fullorðnum á spennandi tónleika þar sem allt getur gerst. Áheyrendur fá að upplifa frumflutning nokkurra verka, heyra skrítin hljóð, óhljóð, umhverfishljóð, pirrandi hljóð og fallega tóna sem gleðja eða gera mann ef til vill dapran. Á tónleikunum hljóma verk eftir virðuleg tónskáld, konur og menn, og líka eftir stráka og stelpur úr Vesturbæjarskóla í Reykjavík sem Tinna og Guðrún Hrund heimsækja í nokkur skipti í aðdraganda tónleikanna. Krakkarnir í Vesturbæjarskóla og tónmenntakennarinn þeirra, Vignir Rafn Hilmarsson eiga þakkir skildar fyrir að koma með góðar hugmyndir og hjálpa til við mótun endanlegrar efnisskrár tónleikanna.

Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Gunnar Andreas Kristinsson, John Cage og krakka úr Vesturbæjarskóla.

Heildarlengd viðburðar er um 45 mínútur.

Harpa
Myrkir Músíkdagar