Píanó – myndlistarsýning – Listahátíð í Reykjavík 2014

piano-hero@2x-1260x551Sýning og gjörningar í Listasafni Íslands frá 29. maí – 29. júní 2014. Sýningarstjóri er Tinna Þorsteinsdóttir.

– 29. maí kl. 16:00 Opnun
– 31. maí kl. 14:00 Gjörningadagskrá

Á sýningunni Píanó er píanóið skoðað í samfélagi nútímans; sem hljóðfæri og tilraunavettvangur tónskálda en einnig sem viðfangsefni myndlistarmanna og danshöfunda. Listamennirnir skoða mismunandi hliðar hljóðfærisins og nýta í sköpun sína. Það birtist í formi skúlptúrs, formið er kannað, verkfræðin, hljóðgjafinn, efniviðurinn, umhverfið og háttalag. Farið er inn á svið gjörninga, leikhúss, tónverka og myndverka. Myndverk eiga Dieter Roth og Björn Roth, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Rafael Pinho, Sveinbjörn Gröndal og Jón Egill Bergþórsson, Björn, Oddur og Einar Roth, Páll Ivan frá Eiðum, Nikulás Stefán Nikulásson, Margrét Bjarnadóttir og Einar Torfi Einarsson.
Gjörningadagskrá þann 31. maí – frumflutningar:
Sveinbjörn Gröndal: Handavinna strengja I (2014)
flytjandi: höfundur
Einar Torfi Einarsson: Negative Dynamics II: entangled strata (2014)
píanó: Tinna Þorsteinsdóttir
Páll Ivan Pálsson: Nokkur falleg dýr (2014)
þátttakendur: einhverjir líkamar
Margrét Bjarnadóttir: Ýmsar æfingar (2014)
þátttakendur: Tinna Grétarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Kara Hergils, Kristín Anna Valtýsdóttir, Gunnar Þorri Pétursson, Margrét Bjarnadóttir

Píanó – Listahátíð í Reykjavík