Silence Festival – Northern Platform #1

6. júní 2018 Kl: 10-17, Särestöniemi Studio í Särestöniemi safninu, Kaukonen, Finnlandi.

Hvernig er best að haga samvinnuverkefnum innan listgreinanna? Reynslusögur og “best practices” úr alþjóðlegum þverfaglegum verkefnum, tól fyrir listræna samvinnu og tengingar við stofnanir á nærsvæðum.

Northern Platform er punktur þar sem atvinnufólk í performatífum listgreinum í hánorðri koma saman. Þessi dagsviðburður sameinar ólíka listamenn sem hafa áhuga á samvinnu á hánorðursvæðum. Opinn viðburður fyrir áhugasama til að hlýða á erindi, deila, ræða og efla samstarf á Norðurslóðum.

Northern Platform er röð fimm viðburða af svipuðum toga á vegum nýstofnaðs nets listahátíða á Norðurslóðum, Northern Network for Performing Arts.

Northern Network for Performing Arts
Nánar um viðburðinn