24 Dances For The Electric Piano – Cory Arcangel

Þriðjudag 3. febrúar 2015 kl. 20 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur.

Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari flytur verk Corys Arcangel 24 Dances For The Electric Piano í tenglsum við sýningu listamannsins Margt smálegt í Hafnarhúsi. 24 Dances For The Electric Piano er píanósvíta í 24 þáttum sem skrifuð er fyrir Korg M1 hljómborð, en það er þekkt fyrir einkennandi píanóhljóm sem heyra má í ótalmörgum lögum danstónlistar. Hver þáttur verksins er stutt og endurtekið píanó“riff” sem eru undir áhrifum frá píanóköflum sem voru áberandi í house og trance tónlist níunda og tíunda áratugarins.
Flutningur verksins 24 Dances For The Electric Piano er hluti af tónleikaröð sem hófst í ICA London síðasta haust og fór þaðan í Berlínar fílharmóníuna, Metropolitan Museum of Art í New York og MUMOK í Vínarborg.
Aðgangseyrir jafngildir miða á tónleikana. Athugið að það er takmarkaður sætafjöldi og ekki er hleypt inn á tónleikana eftir kl. 8.

Meira hér