Ópera í vinnslu eftir Önnu Þorvaldsdóttur

Ný ópera í vinnslu eftir Önnu Þorvaldsdóttur, er ber vinnutitilinn UR_ Opin vinnusmiðja á Myrkum Músíkdögum laugardaginn 31. janúar kl: 15 í Norðurljósasal Hörpu, þar sem sem áhorfendum gefst tækifæri á að vera flugur á vegg í miðju sköpunarferli. Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, og Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri, munu vinna með meðlimum Caput og öðrum flytjendum að köflum úr óperunni. Fyrirhugaður frumflutningur verksins er í Theater Trier í Þýskalandi í september 2015 og síðar á Ultima tónlistarhátíðinni í Osló, september 2015, í samstarfi við norsku þjóðaróperuna. Loks verður óperan sýnd á Myrkum Músíkdögum 2016 og víðar
UR á MMD2015
Anna Þorvaldsdóttir