Píanó og slagverk á Myrkum Músíkdögum 2009

Tónleikar á Myrkum Músíkdögum laugardaginn 7. febrúar 2009 þar sem splunkuný verk verða frumflutt fyrir hina mjög svo algengu samsetningu slagverk og píanó. Flytjandi ásamt undirritaðri er Frank Aarnink slagverksleikari. Efnisskrá: Anna S. Þorvaldsdóttir: [one] 2008, Steingrímur Rohloff: Repercussion (2007), Þuríður Jónsdóttir: Wide Shot fyrir píanó (2007), Karólína Eiríksdóttir: Sýsl á víxl fyrir marimbu og píanó (2009), Áki Ásgeirsson: 319° (2009), Páll Ivan Pálsson: Tókastaðir (2009) og Áskell Másson: Klukkan (2009). Í Hafnarborg í Hafnarfirði kl: 17 MM 09 [learn_more caption=”Myndband – Tókastaðir”] Tókastaðir eftir Pál Ivan Pálsson [/learn_more]

Messiaen og fuglarnir

Þann 10. desember 2008 er aldarafmæli tónskáldsins Olivier Messiaen. Af því tilefni efnir Tinna til hádegistónleika á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands á sjálfan afmælisdaginn. Þar verða fluttar tvær af Fuglabókum Messiaens, Catalogue d´Oiseaux, nr. 3 og 5 og sagt örlítið frá þeim. Tónleikarnir byrja kl: 12.15 miðvikudaginn 10. desember og eru haldnir í Sölvhóli. Aðgangur er ókeypis LHÍ [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=56,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Messiaen Festival Stavanger

Leik L´Alouette Calandrelle úr Fuglabókum Olivier Messiaens (Catalogue d´Oiseaux) á opnunarhátíð ráðstefnunnar á Messiaen Festival Stavanger. 19. nóvember 2008 kl: 10 í Lille konsertsal, Bjergsted Messiaen Festival Stavanger

Míkrópera

Frumflutt er míkróperan Átt-Atvinnuvegur eftir Tryggva M. Baldvinsson ásamt Ingibjörgu Guðjónsdóttur, sópran, á hátíðarsamkomu í tilefni afmælis Bessastaðaskóla, laugardaginn 4. október 2008 kl: 14 í hátíðarsal Íþróttahúss Álftaness

Njúton flakkar

Njúton fer á flakk í sumar: Listasumar á Akureyri, tónleikar í Reykjavík og Sumartónleikar í Skálholti. –Listasumar á Akureyri, föstudaginn 25. júlí 2008 kl: 12 í Ketilhúsinu, Akureyri. Tveir frumflutningar: Þuríður Jónsdóttir: Pes Karólína Eiríksdóttir: Stjörnumuldur Þráinn Hjálmarsson: _4 frumflutningur Ragnhildur Gísladóttir: Arnold María Huld Markan Sigfúsdóttir: Estremadura frumflutningur -Tónleikar í Reykjavík, sunnudaginn 27. júlí kl: 16, Grettisgötu 18: Sama dagskrá, auk verksins Granit Games eftir Misti Þorkelsdóttur fyrir píanó. Tónleikarnir eru styrktir af Hlaðvarpanum, Menningarsjóði kvenna á Íslandi –Sumartónleikar í Skálholti, laugardaginn 2. ágúst kl: 21 Flytjendur: Hildur Ársælsdóttir, sög og fiðla, Berglind María Tómasdóttir, flauta, Grímur Helgason, klarinett, …

Við Djúpið 2008

Tinna og Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari, koma fram á tónlistarhátíðinni Við Djúpið í sumar. Um er að ræða hádegistónleika mánudaginn 23. júní í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði kl: 12.10. Efnisskráin er af óvenjulegum toga: Sónata eftir jazzpíanistann Keith Jarrett fyrir fiðlu og píanó, en hún er hér frumflutt á Íslandi, Recitativo e Arioso eftir Witold Lutoslawski fyrir fiðlu og píanó og Hugleiðing eftir Karólínu Eiríksdóttur fyrir fiðlu Við Djúpið

Njúton – Indigenous Music

Á seinni tónleikum Njútons, sunnudagskvöldið 8. júní kl: 20.00 í Fríkirkjunni, verður minning Íslandsvinarins og tónskáldsins Stephen Lucky Mosko heiðruð. Mosko kom fyrst til Íslands snemma á 8. áratugnum og sótti síðan innblástur í íslenska tónlistarhefð. Hann kenndi um árabil við hinn víðfræga listaskóla CalArts, þar sem tónskáldin Hilmar Þórðarson og Kolbeinn Einarsson voru meðal nemenda hans. Á tónleikunum verður flutt stórvirki Moskos, Indigenous Music II, fyrir 11 manna hóp hljóðfæraleikara. Einnig heyrast Sononymus fyrir píanó – meitlað í stein eftir Hilmar Þórðarson, 18 V (frumflutt) fyrir flautu og píanó eftir Kolbein Einarsson og Fluff and Drama eftir Atla Heimi …

Njúton og Bedroom Community

Þann 6. og 8. júní 2008 slá tónlistarhópurinn Njúton og útgáfufyrirtækið Bedroom Community saman í tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum heyrist spennandi samsuða af íslenskri og bandarískri tónlist; allt frá þjóðlagatónlist til þarlendrar og hérlendrar samtímatónlistar. Á fyrri tónleikunum, föstudaginn 6. júní kl: 21.00, flytur Njúton klassísk kammerverk frá 7. áratug síðustu aldar: Eleven Echoes of Autumn, 1965 (Echoes I) eftir George Crumb og Durations 1 eftir Morton Feldman. Valgeir Sigurðsson og Sam Amidon stíga jafnframt á stokk og flytja efni af nýjum plötum sínum, Ekvílibríum og All Is Well, ásamt félögum úr Njúton Njúton Bedroom Community

Morton Subotnick – The Other Piano

Tónleikar á Raflost raflistahátíðinni. Flutt verða ný verk Mortons Subotnicks: The Other Piano (2007) fyrir píanó og tölvuhljóð og rafverkið Until Spring Revisited (2008). Í Sölvhóli, tónleikasal Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu, fimmtudaginn 1. maí 2008 kl: 20.00. The Other Piano verður flutt með tónskáldinu sem stýrir tölvuhljóðum Raflost Morton Subotnick [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=64,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Luister Magazine

Umfjöllun í hollenska klassíska tónlistartímaritinu Luister um íslenskt tónlistarlíf. M.a. viðtal við Tinnu. Vorútgáfa 2008, nr. 649 Luister

Frumflutningur á tónverkinu Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands

Laugardaginn 15. mars 2008 klukkan 14:00 verður tónverkið Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands frumflutt í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri. Verkefnið er samstarfsverkefni myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Árna Ólafssonar og tónskáldsins Karólínu Eiríksdóttur. Flutningurinn er liður í myndlistarsýningunni Bæ-Bæ Ísland sem opnar klukkan 15:00 í Listasafninu á Akureyri. Verkið er skrifað fyrir tvo einsöngvara, píanó, kontrabassa og blandaðan kór og flytjendur verksins eru: Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Bergþór Pálsson, baritón, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, kontrabassi og kammerkórinn Hymnódía frá Akureyri undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar

París II

Tónleikar í Cité Internationale des Arts í París 26. febrúar 2008 kl: 20.30 í Salle Edmond Michelet. Efnisskráin inniheldur verk eftir Karólínu Eiríksdóttur: Partíta (píanó), Flautuspil og Sónata fyrir gítar, flutt af Tinnu, Hafdísi Vigfúsdóttur og Ögmundi Þór Jóhannessyni Karólína Eiríksdóttir citedesartsparis.net

Berkeley

Tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur, flautuleikara, þann 10. febrúar 2008 kl: 16.00 í Maybeck Studios, Berkeley, CA

Bang on a Can maraþon

Performans á Bang on a Can maraþoninu í San Francisco ásamt Berglindi Maríu Tómasdóttur, flautuleikara, í Yerba Buena Center for the Arts þann 9. febrúar 2008 í Forum salnum, kl: 13.15 Bang on a Can ybca.org

Njúton á Myrkum Músíkdögum 2008

Tónleikar Njútons á Myrkum Músíkdögum verða í Iðnó þann 5. febrúar 2008 kl: 20.00. Frumflutt verða verk eftir Simon Steen-Andersen, Karólínu Eiríksdóttur og Guðmund Stein Gunnarsson. Önnur verk eiga tónskáldin Steingrímur Rohloff, Samson Young og Annie Gosfield, en þau verk eru frumflutt á Íslandi Myrkir Músíkdagar

París

Tónleikar í Cité Internationale des Arts í París 8. janúar 2008 kl: 20.30 í Salle Edmond Michelet. Efnisskrá: Catalogue d’Oiseaux, bók V eftir O. Messiaen, Partíta eftir Karólínu Eiríksdóttur, Granit Games eftir Misti Þorkelsdóttur citedesartsparis.net

CD útgáfa Tinnu

Fyrsti sóló diskurinn, Granit Games, kemur út 13. desember 2007 hjá Smekkleysu. Þetta er alíslenskur píanódiskur – frá þjóðlögunum til fartölvunnar. Öll verkanna nema eitt eru samin fyrir Tinnu og voru flest frumflutt á Myrkum músíkdögum árið 2005. Tónskáldin sem verk eiga er fjölbreytilegur hópur: Mist Þorkelsdóttir, Kolbeinn Einarsson, Jón Leifs, Hilmar Þórðarson, Þorsteinn Hauksson, Áskell Másson og Steingrímur Rohloff. Í þremur verkanna fær Tinna sér meðleikara, sem er tölvan. Þetta eru fyrstu upptökur sem gerðar hafa verið af öllum verkunum nema verki Jóns Leifs og fóru þær fram nokkra daga í ágúst 2006. Sveinn Kjartansson sá um upptökur Smekkleysa

CD útgáfa Njútons

Smekkleysa gefur út fyrsta geisladisk Njútons sem ber nafnið Roto con moto. 7. desember 2007 næstkomandi verður útgáfu plötunnar fagnað í Smekkleysubúðinni við Laugaveg milli klukkan 17 og 19. Þar verður platan til sölu á sérstöku kynningarverði og boðið verður upp á léttar veigar Smekkleysa Njúton

Hátíðarsamkoma Bessastaðaskóla

Bessastaðaskóli – vagga íslenskrar menningar, er heitið á samkomunni, en tilefnið er rúmlega 200 ára afmæli Bessastaðaskóla. Frumflutt verður verkið Njóla eftir Karólínu Eiríksdóttur ásamt Ingibjörgu Guðjónsdóttur, sópran. Í hátíðarsal íþróttahúss Álftaness, 1. desember 2007 kl: 14.00 Karólína Eiríksdóttir

Húgó á UNM 2007

Strengjakvartettinn Húgó [Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló] heldur tónleika á UNM hátíðinni ásamt undirritaðri. Iðnó, 5. september 2007 kl: 20.00 UNM á Íslandi