Ung Nordisk Musik 2007

UNM hátíðin fer fram á Íslandi í ár, en þar verður fluttur aragrúi af nýjum verkum eftir ung norræn tónskáld. Söngtónleikar 3. september 2007 í Norræna Húsinu kl: 20.00, þar sem Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Sigurgeir Agnarsson, selló og undirrituð flytja Quaint eftir Nicolai Worsaae UNM á Íslandi

Barlow og S.L.Á.T.U.R.

Samtökin S.L.Á.T.U.R. standa fyrir tónleikum með verkum eftir Clarence Barlow í tilefni veru hans á landinu. Frumflutt verður verk hans Septima de Facto, en auk þess heyrist verkið Sachets des siseaux insatiables, bæði fyrir sjö hljóðfæraleikara. Önnur verk eru Skula eftir Guðmund Stein Gunnarsson og SOOSSOOS fyrir píanó og fjóra hátalara eftir Áka Ásgeirsson. Anima Gallerí, 7. júlí 2007 kl: 20.00

Alþjóðlegir Atondagar

Alþjóðlegir Atondagar: Ísland vs. Bali í Fríkirkjunni, þann 27. júní 2007 kl: 20.00. Hér eru klarínettuleikarinn og tónskáldið Evan Ziporyn og Gamelansérfræðingurinn og tónskáldið Christine Southworth í fyrirrúmi. Auk þess heyrist verkið Speak! At-man f. flautu og píanó e. Ziporyn í flutningi Berglindar Maríu Tómasdóttur flautuleikara og undirritaðrar Aton Evan Ziporyn Christine Southworth

Rás 1 við Djúpið í beinni

Jónsmessutónleikar Ríkisútvarpsins í beinni þann 23. júní 2007 í Hömrum kl: 21.00, Ísafirði. Listamenn tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið koma fram og undirrituð flytur píanóverkið Sonatinna eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson og fremur að auki gjörning með tónlistarhópnum Aton Við Djúpið

Við Djúpið 2007

Tónleikar Atons, Evans Ziporyn og Christine Southworth á tónlistarhátíðinni Við Djúpið. Íslensk samtímatónlist/verk e. Evan Ziporyn/Gamelan tónlist frá Bali. Bræðingur! Edinborgarhúsið, Ísafirði, kl: 20.00, 22. júní Við Djúpið Evan Ziporyn Christine Southworth

Listahátíð í Reykjavík 2007 – píanótónleikar

Fimm ný íslensk píanóverk frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 2007. Tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Karólína Eiríksdóttir, Hilmar Þórðarson, Jónas Tómasson, Áki Ásgeirsson og Gunnar Andreas Kristinsson. Hér má heyra hefðbundinn píanóleik í bland við elektróník í ýmsum spennandi myndformum. Í Ými, þann 24. maí kl: 20.00 Listahátíð í Reykjavík

Listahátíð í Laugarborg

Fjögur ný íslensk píanóverk á Listahátíð í Reykjavík 2007, dagskráin er frumflutt á Norðurlandi í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Tónskáldin sem eiga verk frumflutt á tónleikunum eru Karólína Eiríksdóttir, Hilmar Þórðarson, Jónas Tómasson og Gunnar Andreas Kristinsson. Auk þess má heyra verkið Granit Games eftir Misti Þorkelsdóttur. Laugarborg, þann 22. maí kl: 20.00 Listahátíð í Reykjavík

15:15 Caput Sprotar

Caput Sprotar er heitið á þessum tónleikum í 15:15 seríunni í Norræna húsinu. Leikin eru ný verk eftir ný tónskáld, innlend og erlend. M.a. verkið Symplegade eftir hina ungu rúmönsku Díönu Rotaru fyrir flautu, slagverk og píanó, þann 29. apríl 2007 í Norræna húsinu kl: 15.15

Lavaland í Köben

Tónleikar með íslenskri píanótónlist + elektróník á myndlistarsýningunni Lavaland í GL Strand nútímalistagalleríinu í Kaupmannahöfn, þann 1. mars 2007 kl: 20.30. Hægt verður að skoða sýninguna fyrir og eftir tónleikana með verkum Ólafs Elíassonar og Kjarvals GL Strand [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=55,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Myrkir Músíkdagar 2007 Atón

Tónleikar hjá Atón á Myrkum Músíkdögum í Listasafni Íslands, þann 23. janúar kl: 20.00. Íslensk kammerverk Atón

Norrænir Músíkdagar 2006 – Atón

Atón kemur fram á Norrænum Músíkdögum 2006 þann 9. október í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands kl: 20.00. Íslensk og skandinavísk kammerverk, m.a. frumflutt Vibrancy eftir Steingrím Rohloff og þar heyrast Attitude eftir Lene Grenager og Failure f. undirbúið píanó, teip og vídeó eftir Kaj Aune Atón

Norrænir Músíkdagar 2006

Kammertónleikar CAPUT tónlistarhópsins á Norrænum Músíkdögum 2006, þann 6. október í Salnum kl: 19.00. Skandinavísk kammerverk, m.a. Kvartett e. hinn sænska Per Mårtensson f. flautu, fiðlu, selló og píanó

Við Djúpið 2006

Einleikstónleikar á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði. Efnisskráin samanstendur af verkum eftir Jón Leifs, Edvard Grieg, Misti Þorkelsdóttur, Áskel Másson og Þorstein Hauksson. Þann 22. júní 2006 kl: 20.00 í Hömrum á Ísafirði Við Djúpið

Bergen listahátíðin 2006

Einleikstónleikar á Bergen listahátíðinni 2006 í tónleikaröðinni Unge talenter. Efnisskráin samanstendur af verkum eftir Jón Leifs og önnur íslensk tónskáld, m.a. með elektróník, og norska tónskáldið Edvard Grieg. Tónleikarnir fara fram á Grieg safninu Troldhaugen, þar sem tónskáldið var til heimilis, nánar tiltekið í Troldsalen þann 2. júní 2006 kl: 11.30 Listahátíðin í Bergen Edvard Grieg Museum Troldhaugen [learn_more caption=”Myndir”][salbumphotos=59,160,3,n,n,picasa_order,center][/learn_more]

Tónleikaferð Atóns til USA

Atón heldur í tónleikaferð í apríl 2006 til Bandaríkjanna. 5. apríl í The Lily Pad, Inman Square, 1355 Cambridge Street, Cambridge, MA. Tónleikar ásamt Know Trio. 6. apríl á 21 Grand, 416 25th Street (at Broadway), Oakland, CA. 9. apríl í Mills College, 5000 MacArthur Boulevard, Oakland, CA. 10. apríl í Stanford University, Center for Computer Research in Music and Acoustics (CCRMA), 541 Lasuen Mall, Stanford, CA. 12. apríl í CalArts, 24700 McBean Parkway, Valencia, CA. 15. apríl í University of California, San Diego, Center for Research in Computing and the Arts, 9500 Gilman Drive La Jolla, CA. Atón Know …

Náttúruljóð – Myrkir Músíkdagar 2006

Einleikstónleikar á Myrkum Músíkdögum 2006. Tileinkaðir náttúrunni, píanóinu og listamanninum Dieter Roth. Samvinnuverkefni með ameríska tónskáldinu Greg Davis sem kemur einnig fram. Hugtakið “undirbúið píanó” er endurvakið og í sumum verkanna er fengist við að búa til nýtt hljóðfæri. Á tónleikunum sameinast hið hljóðræna og myndræna (m.a. vídeólistaverk) og ný tækni kemur fram. Heiðursgestur tónleikanna er flygill Dieters Roths sem var fenginn með góðfúslegu leyfi að láni hjá Birni Roth fyrir tónlistargjörning í anda listamannsins. Fær hann hér að hljóma list hans til heilla. Efnisskrá: George Crumb: Úr Makrokosmos II, Greg Davis: Emptying fyrir undirbúið píanó – ísl. útgáfa tileinkuð …

Útgáfutónleikar L’amour fou

Út er kominn fyrsti geisladiskur salon-/tangóhljómsveitarinnar L’amour fou: -Íslensku lögin-. Í tilefni þess heldur sveitin útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum, 15. desember 2005 kl: 21.00 L´amour fou

Portrett Karólínu Eiríksdóttur

Portretttónleikar með verkum Karólínu Eiríksdóttur í Listasafni Íslands, 8. október 2005. Þar verða m.a. flutt verkin Miniatures, Renku, Capriccio og frumflutt Strenglag fyrir víólu og píanó. Flytjendur eru Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Ingólfur Vilhjálmsson, klarínett ásamt fl. Karólína Eiríksdóttir