Bylta í Chrysler Museum of Art, VA

Bylta fer á ferðalag í júní í USA og mun koma fram með splunkunýjan performans, kallaðan Sending, sem verður frumfluttur í Chrysler Museum of Art, Perry Glass Studio, VA þann 16. júní. Meira um viðburðinn hér: Sending í Chrysler Museum of Art: http://www.chrysler.org/events-calendar/details/21756/ Heimasíða Byltu: http://bylta.weebly.com

Calmus Waves á Listahátíð

Calmus Waves og Mute Comp. Physical Theatre dansleikhús ásamt Stockholm Saxophone Quartet og Tinnu koma fram með nýtt verk sem samið er í rauntíma á Listahátíð í Reykjavík. Fimmtudaginn 26. maí á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu kl: 21 Calmus Waves

Jaðarber Got hæfileikar

Jaðarber Got hæfileikar tónlistarkeppnin fer fram á Listahátíð í Reykjavík í Mengi sunnudaginn 22. maí kl: 20. Höfundur keppninnar er Berglind María Tómasdóttir, en keppendur eru Tinna Þorsteinsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Grímur Helgason. Samstarfsaðili tónleikhúss Jaðarber er Yrkja – tónlistarþróunarsjóður sem starfar á vegum Íslenskrar tónverkamiðstöðvar. Verðið ykkur út um miða hér: Jaðarber Got hæfileikar

S12 – Bergen

Dvel aftur í S12 glergalleríinu í Bergen dagana 20.apríl – 3.maí. Í undirbúningi er nýtt verk; Disruptances, ásamt Æsu Björk, glerlistakonu. S12

ppIANISSIMO: Búlgaría

Tinna heldur tvenna einleikstónleika á nútímapíanótónlistarhátíðinni ppIANISSIMO í Búlgaríu í Sofia og Plovdiv, sem haldin er í samvinnu við búlgarska ríkisútvarpið. Dagskráin inniheldur verk eftir Jón Leifs, Magnús Blöndal Jóhannsson, Karólínu Eiríksdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Steingrím Rohloff og Hjálmar H. Ragnarsson. Laugardaginn 16. apríl kl. 19:30, Bulgarian National Radio, Concert Studio, Sofia / Sunnudaginn 17. apríl kl. 11:30, Union Hall, Regional History Museum, Plovdiv ppIANISSIMO

Voices and Piano: Peter Ablinger

Tinna leikur þrjá þætti úr stórvirkinu Voices and Piano eftir Peter Ablinger á Tectonics Reykjavík 2016. Fimmtudaginn 14. apríl kl: 18 í Norðurljósasal Hörpu Tectonics

Fengi í Mengi

Í nýrri tónleikaröð Fengjastrúts í Mengi, Fengi, kynnir hópurinn fyrir gestum nokkur af helstu verkum tónbókmennta, sem kalla má opin tónverk, í bland við ný verk hérlendra höfunda. Sunnudaginn 20. mars, kl. 21 – fléttast saman eldri og ný verk vina Fengjastrúts, en allir höfundarnir eiga það sameiginlegt að hafa áður unnið með hópnum að flutningi verka sinna. Flutt verða eldri verkin Stones eftir Christian Wolff, Rock Piece eftir Pauline Oliveros, Opera with Objects eftir Alvin Lucier, in memoriam … ESTEBAN GOMEZ eftir Robert Ashley. Frumflutt verða mars eftir Gunnar Grímsson og 235° eftir Áka Ásgeirsson. Fengi í Mengi

Góugleði

Góugleði Kvennakórs Garðabæjar og afmæli sveitarfélagsins Garðabæjar. Menningardagskrá í tali og tónum, verður haldin fimmtudaginn 10. mars 2016, kl. 20 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, Garðabæ. Á Góugleðinni koma fram listamenn og aðrir sem tengjast Garðabæ á einn eða annan hátt. Undirrituð leikur úr verki Karólínu Eiríksdóttur, heiðurslistamanns Garðabæjar 2016, Partítu

Cycle Music and Art Festival

Tinna er annar listrænna stjórnenda Cycle Music and Art Festival, en listahátíðin var haldin í fyrsta skipti í Kópavogi 2015.

Krakkamengi 7

Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka 4-6 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim. Í sjöundu smiðjunni, sem fram fer sunnudaginn 6. mars kl: 10.30, munu þau KK og Tinna Þorsteinsdóttir verða í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4 til 6 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni. Krakkamengi 7

Ráma 2

Ráma 2, þátttökuverk, fór fram á Tunglkvöldi VIII, útgáfuhófi á vegum forlagsins Tunglið í Gamla bíó, mánudaginn 22. febrúar, nokkuð leynilega ásamt Einari Torfa Einarssyni og Berglindi Maríu Tómasdóttur

Ráma

Frumflutningur á þátttökuverkinu Ráma fyrir “lifandi” nótnaskrift eftir Tinnu Þorsteinsdóttur, Berglindi Maríu Tómasdóttur og Einar Torfa Einarsson á ráðstefnunni Hugarflug 2016, sem haldin er í Listaháskóla Íslands. Föstudaginn 19. febrúar kl: 12 í Myndlistardeild LHÍ, Laugarnesi Hugarflug 2016

Vinnustofa í Kaupmannahöfn

Vinnustofa í Kaupmannahöfn með dansleikhúsinu Mute Comp. Physical Theatre, Stockholm Saxophone Quartet og CALMUS verkefninu dagana 12.-15. febrúar 2016 CALMUS Mute Comp. Physical Theatre SSQ

Bylta

Bylta er samstarfsverkefni Tinnu og Alli Hoag, glerlistakonu. Vinnustofur Byltu verkefnisins hafa farið fram í haust með nemendum við glerdeild myndlistardeildar Bowling Green State University í Ohio, USA. Bylta er interaktífur tónlistargjörningur með glerblæstri, er leiðir tóna og hljóma og rauntímatónsmíð í gegnum hreyfingar glerblásarana. Tinna dvelur í Bowling Green dagana 1.-16. desember þar sem unnið verður að Byltu, en Tinna heldur jafnframt fyrirlestra í myndlistardeild og tónsmíðadeild háskólans, þar sem hún kennir einnig tónsmíðanemendum. Verkefninu lýkur með live performans í The Corning Museum of Glas í NY, þann 17. desember í seríunni 2300° í Amphitheater Hot Shop frá kl: …

Triptych Unfolding á Synchresis Festival 2015

Triptych Unfolding, vídjóverk eftir Brett Battey og Huga Guðmundsson, flutt af Tinnu Þorsteinsdóttur, verður sýnt á Synchresis Festival 2015 á Spáni á eftirfarandi stöðum: Valencia (Nóv 19), Granada (Nóv 24), Kanaríeyjum (Nóv 25 & 26) og Madrid (Nóv 27). Frekari upplýsingar hér

Vinnustofa í Stokkhólmi

Vinnustofa í Stokkhólmsborg með Stockholm Saxophone Quartet og CALMUS verkefninu dagana 13.-15. nóvember CALMUS SSQ

Áki frá Garði 238°

Áki Ásgeirsson, tónskáld, átti stórafmæli á árinu og að því tilefni býður tónviðburðarröðin Jaðarber til leika, þar sem frumflutt verður nýtt verk hans 238° fyrir 4 hljóðfæri og tölvu. Flytjendur eru Tinna Þorsteinsdóttir, Páll Ivan frá Eiðum, Ásthildur Ákadóttir, Áki Ásgeirsson, Sunna Ross og Jesper Pedersen. Miðvikudaginn 11. nóvember kl: 20.00 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi www.jadarber.is

Airwaves – Mengi Showcase

Mengi er með showcase á Airwaves laugardaginn 7. nóvember 2015, en kl. 18:00 er Mengisspuni og þessir listamennn taka þátt: Áki Ásgeirsson, Tinna Þorsteinsdóttir, Páll Ivan frá Eiðum, Ásthildur Ákadóttir og Ingi Garðar Erlendsson Mengi Iceland Airwaves

S12 – listavist í Bergen

Verð í góðum höndum í S12-glerlistagalleríinu í Bergen, Noregi; fyrsta sessjón/dvöl og ferli með glerlistakonunni og skúlptúrista Æsu Björk dagana 5.-11. október. Hlakka ótrúlega til að snúa aftur þangað og koma þessu verkefni á koppinn! S12