Píanó vs. dótapíanó

pianóÁ tónleikum Tinnu Þorsteinsdóttur er hljóðheimum hins hefðbundna píanós og hinu smágerða dótapíanói att saman í verkum ólíkra höfunda. Hver höfundur hefur af tilefninu samið sitt hvort verkið fyrir sitt hvort hljóðfæri tónleikanna og uppúr sprettur óvenjulegt samtal hljóðfæranna. Tónskáldin sem koma við sögu eru Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Sérstakur gestaflytjandi er Frank Aarnink, slagverksleikari
Norðurljós-Hörpu sunnudaginn 1. febrúar 2015 kl: 16
Píanó vs. dótapíanó á MMD15

EFNISSKRÁ
o Ingibjörg Friðriksdóttir: Útvarpssaga (2015) (frumflutningur)
o Ingibjörg Friðriksdóttir: Muschine (2015) (frumflutningur)
o Einar Torfi Einarsson: Negative Dynamics II: entangled strata (2014)
o Einar Torfi Einarsson: Theory-Fiction I: non-corresponding variance (2015) (frumflutningur)
o Haukur Þór Harðarson: Önnur athöfn (2014/15) (frumflutningur)
o Hallvarður Ásgeirsson: Miniature #3 (2010)
o Hallvarður Ásgeirsson: Toccata #1 (2013)
o Þórunn Gréta Sigurðardóttir: Ástund (2015) (frumflutningur)
o Páll Ragnar Pálsson: Nyctophilia (2015) (frumflutningur)

Um verkin:

Negative Dynamics II: entangled strata
fyrir píanista er könnun á efnivið, hinu líkamlega, nótnaskrift og flækjum. Píanóleikarinn er beðinn um að framkvæma eina aðgerð: þögull hamrasláttur með tafarlausri ofsa-losun. Þessi verknaður er svo mótaður frekar af óháðum lagskiptum einingum sem hafa áhrif á hraða aðgerðarinnar, fjölda fingra í notkun hverju sinni, þan fingranna og staðsetningu þeirra á hljómborðinu. Flytjandinn flækist þannig inn í atöfn sem snýst ekki um hljóð heldur ógerleika þagnarinnar og efnislegt og líkamlegt eðli píanósins og tónlistarflutnings. Verkið er tileinkað Tinnu Þorsteinsdóttur.

Theory-Fiction I: non-corresponding variance
fyrir þrjú dótapíanó og ímyndaðan undirleik (einn flytjandi) er könnun á líkamleika, efnivið, nótnaritun, míkrórými og hvernig þessir þættir flækjast saman við ímyndaðar einingar. Dótapíanóleikarinn er aldrei beðinn um að ýta hömrum hljómborðsins alveg niður, í staðinn er óskað eftir varfærni og léttleika samferðis árvekni og ákafa í snertingu og nálgun fingra við hljómborðið. Útkoman er ansi hljóðlátt verk sem kannski er staðsett á mörkum þess heyranlega en er þó mjög hávært á sinn eigin hátt. Áherslan verður á líkamlegar hreyfingar, læstar innan í sérstöku rými og víddum, sem stöðugt er verið að setja í óþægilegar stellingar. Þessi verknaður fær svo stuðning frá ímyndaða undirleiknum sem birtist á grafísku formi einungis. Hér er um tilraunkennt verk að ræða sem kannar kontrapunkt á hinu raunverulega og ímyndaða og fagnar þeirri óvæntu eða óþekktu útkomu sem slíkt athæfi elur af sér. Verkið er tileinkað Tinnu Þorsteinsdóttur.
(ETE)

Nyctophilia mætti þýða sem myrkurhneigð eða næturgirnd.
(PRP)